Umsóknarfrestur framlengdur í Útgáfu- og ferðasjóð

Íslandsdeild ICOM auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Útgáfu- og ferðasjóði fyrir tímabilið september 2021 til september 2022. 

Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn til að sækja alþjóðlega fundi og ráðstefnur á vegum ICOM, auk þess að styrkja útgáfur á efni sem tengist faglegu starfi safna.

Félagar, sem hyggjast sækja allsherjarþing ICOM í Prag í ágúst 2022, eru sérstaklega hvattir til að sækja um (sjá nánar hér).

Umsækjandi þarf að vera fullgildur félagi og hafa staðið skil á félagsgjöldum síðustu tveggja ára. Í umsókn skal tilgreind ástæða ferðarinnar, hvert ferðinni er heitið, kostnaðaráætlun og annar hugsanlegur fjárstuðningur.

Í þeim tilfellum sem sótt er um útgáfustyrk skal tilgreina efni útgáfunnar, efnisyfirlit, útgáfuaðila, upplag og áætlun um dreifingu. Styrkur er greiddur út eftir að styrkþegi hefur skilað til stjórnar staðfestingu vegna tilgreindrar ferðar eða útgáfu.

Umsóknir skal senda í tölvupósti til stjórnar á netfangið icom@icom.is fyrir 1. nóvember 2021. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur sjóðsins má finna hér.