ÚTGÁFU- OG FERÐASJÓÐUR

Útgáfu- og ferðasjóður Íslandsdeildar ICOM var stofnaður fyrir ágóða af útgáfu bókarinnar Söfn á Íslandi, sem félagið gaf út árið 1993.

Samþykktir sjóðsins eru eftirfarandi (Reykjavík, 29. mars 2012):

  1. Heiti sjóðsins er Útgáfu- og ferðasjóður Íslandsdeildar ICOM og er sjóðurinn eign félagsins og í umsjón stjórnar, sem sér um að ávaxta fé hans og úthluta styrkjum.
  2. Hlutverk sjóðsins er að styrkja fullgilda félaga í Íslandsdeild ICOM til að taka þátt í allsherjarþingi ICOM, sem haldið er þriðja hvert ár, og til að taka þátt í árlegum ráðstefnum alþjóðadeilda ICOM. Auk þess styrkir sjóðurinn útgáfur sem tengjast starfi félagins.
  3. Tekjur sjóðsins eru, auk áunninna vaxta, ágóði af fundum og ráðstefnum á vegum Íslandsdeilar ICOM, auk annarrar fjáröflunar.
  4. Stjórn Íslandsdeildar ICOM setur sjóðnum úthlutunarreglur. Úthlutun fer að jafnaði fram einu sinni á ári og skulu úthlutunarreglur hvers árs liggja fyrir í janúar.
  5. Stjórnin auglýsir eftir umsóknum og gefur hæfilegan umsóknarfrest. Umsókn telst fullgild berist hún innan tilskilins tíma. Allar umbeðnar upplýsingar og gögn þurfa að fylgja.
  6. Heimilt er að ráðstafa allt að 15% sjóðsins á ári. Upphæð einstakra ferðastyrkja skal að hámarki nema fjórðungi af heildarráðstöfunarfé sjóðsins hverju sinni.
  7. Samþykktir þessar eru samþykktar á aðalfundi Íslandsdeildar ICOM og skulu tillögur til breytinga á þeim jafnframt lagðar fyrir aðalfund til samþykktar.